Birta leitarniðurstöður Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Prenta þessa síðu
Atburðadagatal
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
maí 2017
Næsti mánuður
18. febrúar 2010 10:42

Horft til himins

Á Varmalandi var í orðsins fyllstu merkingu horft til himins þann 16.febrúar  í stjörnuveri Snævarrs.  „Horft til himins „  var verkefni náttúrufræðihóps í þróunarverkefninu Borgarfjarðarbrúin.

Allir nemendur skólans, að undanskildum 4.-5.bekk sem fór til Reykjavíkur á leiksýningu, fengu fræðslu um himinhvolfið, sól, tungl og stjörnur. Fangaði viðfangsefnið bæði nemendur og kennara þar sem Snævarri tókst einkar vel að gera verkefnið áhugavert.

Elstu nemendum leikskólans var boðið að taka þátt með 1.bekkingum  og komu þeir ásamt  kennurum sínum  og fylgdust með af athygli.

Það er gaman að geta brotið upp venjubundið skólastarf með þessum hætti og fundið það virka  m.a. sem  áhugahvöt til að fræðast enn frekar.

Það kæmi ekki á óvart að yngstu nemendur skólans ættu eftir að leita hjálpar foreldra sinna í leit að stjörnumerkjum á himninum  þegar myrkrið færist yfir og stjörnurnar skína.