Birta leitarniðurstöður Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Prenta þessa síðu
Atburðadagatal
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
ágúst 2017
Næsti mánuður

Borgarfjarðarbrúin

Samfella milli grunn- og framhaldsskóla og innleiðing nýrrar námskrár í Borgarbyggð

 

Haustið 2007 mun mun ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla taka gildi. Á sama tíma mun Menntaskóli Borgarfjarðar taka til starfa, en hann er tilraunaskóli með þriggja ára nám til stúdentsprófs. Þetta er einstakt tækifæri til að innleiða nýja námskrá í grunnskólum Borgarbyggðar í samfellu við þróun á nýjum kennsluháttum á framhaldsskólastigi. 

Borgarbyggð, grunnskólar Borgarbyggðar, Menntaskóli Borgarfjarðar og menntamálaráðuneytið hafa tekið höndum saman um að skapa samfellu milli grunnskólanna og framhaldsskóla, meðal annars með því að aðlaga skólanámskrár grunnskólanna að nýrri aðalnámskrá. Yfirumsjón með verkefninu hefur stýrihópur sem í eru fulltrúar frá ofangreindum aðilum, en þar fyrir utan starfar bakhópur heimamanna.

Markmiðið með verkefninu er að skapa samfellu milli grunn- og framhaldsskóla, auka sveigjanleika milli og innan skólastiga og að mæta breytilegum þörfum ólíkra nemenda. Lokamarkmiðið er betri menntun, minna brottfall og aukið sjálfstæði og frumkvæði nemenda.

Stefnt er að því að grunnskólar Borgarbyggðar verði fyrstir skóla til að innleiða nýja aðalnámskrá og undirbúa nemendur undir 3ja ára stúdentspróf. Grunnskólarnir og menntaskólinn taka höndum saman um innleiðingu og samstillingu á kennslufræði, aðferðafræði og aðlögun að nýjum tímum og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Sú reynsla og þekking sem skapast í Borgarbyggð við þetta verkefni mun geta nýst öðrum skólum og sveitarfélögum vel við innleiðingu á nýrri aðalnámskrá grunn- og/eða framhaldsskóla.

Verkefnið mun standa yfir í 3 skólaár og verður skipt í 3 áfanga. Fyrsti áfangi er þegar hafinn, verkefnislok eru áætluð vorið 2010. Ráðgjöf verður veitt meðan á verkinu stendur og framgangur verksins verður metinn reglulega og áfangaskýrslur birtar á vefsíðu verkefnisins.